Search

Nýr forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli

Dögg Harðardóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns hjúkrunar á Skjóli og mun hún hefja störf 1. október 2020. Dögg lauk B.Sc. námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1992, uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2000 og 60 ECTS diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2011.

Dögg hefur víðtæka reynslu og langan starfsferil innan heilbrigðisgeirans. Ef stiklað er á stóru þá hefur Dögg unnið á ýmsum deildum Landspítalans, sinnt kennslu, unnið sem hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Öldrunarheimili Akureyrarbæjar ásamt því að hafa starfað sem deildarstjóri á dag- og göngudeild augnlækninga á Landspítalanum frá árinu 2012 til ársins 2020.

Við hlökkum til að taka á móti Dögg og bjóðum hana hjartanlega velkomna!

 

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um