Reykjavík, 07. Janúar 2021
Frá og með 1. janúar 2021 tók Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir við starfi framkvæmdastjóra lækningasviðs á Eir, Skjóli og Hömrum og óskum við honum velfarnaðar í starfi.
Um leið þökkum við Sigurbirni Björnssyni fráfarandi framkvæmdastjóra lækningasviðs fyrir frábært starf og fögnum við því að hann muni áfram starfa í okkar röðum.
Mynd: Ólafur Samúelsson, nýr framkvæmdastjóri lækningsviðs