Óbreyttar heimsóknarreglur

Vegna fjölda fyrirspurna er rétt að taka fram að reglur um heimsóknir á Eir og Hömrum eru óbreyttar. Hver íbúi getur fengið tvær heimsóknir á viku, eina klukkustund í senn, náins aðstandanda.

Heimsóknir eru skipulagðar í samráði við hverja deild fyrir sig til að fyrirbyggja margmenni og nauðsynlegt er að hafa samband við deildina áður en komið er í heimsókn. Heimsóknargestir fara beina leið inn og beina leið út að heimsókn lokinni.

Munið grímunotkun og mikilvægi handþvottar, sem aldrei verður of oft ítrekaður. Covid19 þolir ekki sápu og spritt. Þess er enn fremur óskað að heimsóknargestir gæti að sér utan heimilisins.

Við bráð eða alvarleg veikindi íbúa eru heimsóknir skipulagðar í hverju tilfelli fyrir sig.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta