Search

Öllum heimsóknartakmörkunum vegna COVID-19 hefur verið aflétt!

Kæru aðstandendur,

• Gestir eru beðnir um að gæta að 2ja metra reglunni
• Gestir eru beðnir um að spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti, s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.fl..
• Gestir eru beðnir um að gæta hófsemi, sér í lagi þegar um ræðir tvíbýli.
• Að sjálfsögðu er heimilt að bjóða ástvinum út, í bíltúra og/eða heimsóknir. Gæta þarf að fjöldatakmörkum samfélagsins.
• Grímuskylda gesta hefur verið aflétt – óbólusettir gestir eru þó hvattir til að nota áfram grímur, sér í lagi á sameiginlegum svæðum.
• Þeir starfsmenn sem hafa ekki þegið eða ekki getað fengið bólusetningu munu áfram nota grímu við vinnu sína á heimilinu enda starf sem krefst mikillar nándar við íbúa og samstarfsfólk.
Líkt og áður, biðlum við til gesta að koma ekki í heimsókn hafi þeir einhver einkenni og/eða eru í sóttkví eða einangrun.

Þrátt fyrir þetta þurfum við áfram að viðhalda góðum sóttvörnum – sinna vönduðum handþvotti og þrifum ásamt því að sótthreinsa snertifleti reglulega.  Við – og þið!


Deila

Meira

Dagur öldrunar 2025

Dagur öldrunar 2025 var haldinn í 7.sinn þann 13. mars á Hótel Natura þar sem að ráðstefnan var vel sótt með um 200 þátttakendum. Þema