Hún Ólöf okkar á 1B varð 90 ára í gær og hélt upp á daginn með því að bjóða heimilisfólki upp á myndarlega tertu eins og myndir sýna. Katrín Halldóra og Pálmi undirleikari heimsóttu deildina og sungu fyrir Ólöfu og heimilisfólkið sem tók vel undir. Um var að ræða frábæra afmælisgjöf til Ólafar frá fjölskyldu hennar. Þvílík leið til að gleðja þessa yndislegu konu og allt okkar góða heimilisfólk.

Innilega til hamingju með gærdaginn elsku Ólöf!!