Search

Orðsending til ættingja 23.03.20

Starfsfólk Eirar, Skjóls og Hamra þakka enn og aftur fyrir stuðninginn og skilninginn á þessum erfiðu tímum.

Á Eir, Skjóli og Hömrum höfum við náð að halda COVID-19 frá okkur og munum því enn viðhafa heimsóknarbann.

Sjúkra- og iðjuþjálfun hefur farið fram á deildum og höfum við reynt að hafa fleiri samverustundir á hverri einingu.

Keyptar hafa verið spjaldtölvur (Ipadar) á hverja einingu og eru deildarstjórar að vinna í því að setja þá upp.  Þannig verður hægt að notast við facetime, skype og messenger til samskipta við sína nánustu.

Hvetjum við ykkur til að nýta þennan möguleika eins og kostur er. Nánari upplýsingar gefa deildarstjórar.

Ættingjar hafa verið að koma með sendingar til heimilismanna og gleður það okkar fólk mikið.  Starfsfólk hefur komið í anddyri heimilanna og tekið á  móti sendingum. Hefur þetta gengið vel og munum við hafa þetta fyrirkomulag áfram nema annað verði ákveðið.  

Kær kveðja,

Starfsfólk Skjóls

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta