Við viljum byrja á að þakka ykkur öllum fyrir þolinmæði, skilning og jákvæð viðbrögð við lokuninni hjá okkur hérna á Eir, Skjóli og Hömrum.
Hér innanhús gengur allt vel, hingað til hefur starfið félagsstarf verið virkt og fólkið okkar farið í samveru, iðju- og sjúkraþjálfun. Einnig hafa heimilismenn getað fari í hárgreiðslu og til fótaaðgeraðarfræðings.
Frá og með mánudeginum 16. mars mun öll stoðþjónusta og önnur starfsemi fara fram á deildum. Er þetta liður í því að minnka líkur á smiti.
Hér á Eir er sýklavarnateymi sem fer reglulega yfir stöðu mála og fylgist með, við erum að reyna að bestu getu að halda Covid-19 í fjarlægð frá okkur.
Ef spurningar vakna biðjum við ykkur að hafa samband, æskilegast er að fá tölvupósta þar sem mikið álag er á símakerfinu þessa dagana.
Stjórnendur hjúkrunarheimilanna