Orðsending vegna COVID-19

26. mars 2020

Gengið hefur vel á heimilunum Eir, Skjóli og Hömrum. Enn sem komið er höfum við náð að halda Covid-19 frá okkur og höldum áfram okkar striki í því að verja íbúa eins og kostur er.

Eins og tilmæli voru frá Landlækni er búið að loka tímabundið þjónustu hárgreiðslustofu, fótaaðgerðarfræðings og snyrtifræðings.

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar sinna áfram þjálfun íbúa á heimilisdeildum, en á varkárari hátt, færri í einu og minni nánd. Einn ákv. þjálfari fyrir hverja deild.

Við hvetjum alla til að nýta sér spjaldtölvurnar sem komnar eru á heimiliseiningarnar, þar er hægt að hringja myndsímtal við vini og ættingja. Það gleður fólkið okkar svo mikið að fá að sjá ykkur og heyra hvernig ykkur gengur. Upplýsingar um hvenær og hvernig er best að ná í fólk er hjá deildarstjóra á hverri deild.

Við þökkum fyrir falleg orð og hvatningar frá ykkur, það er gott að finna að hvað allir standa saman á þessum erfiðu tímum.

Kveðja,

Starfsfólk Eirar, Skjól og Hamra

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um