Search

Óvenjuleg aðventa

4. desember 2020

Heilir og sælir kæru aðstandendur.

Núna er óvenjuleg aðventa og að öllum líkindum óvenjuleg jól fram undan. Starfsmenn heimilanna gera sitt ítrasta til að gera aðventuna fallega, huggulega og hátíðlega fyrir íbúana. Meðal annars eru jólalög spiluð á öllum deildum og aðventukaffi á hverjum sunnudegi.

Iðjuþjálfun og félagsstarfið er í jólabúningi með hátíðarívafi og eru allir hvattir til að taka virkan þátt.

Því miður eru enn heimsóknartakmarkanir því að hjúkrunarheimili eru enn skilgreind á hættustigi og því miður getum við enn sem komið er ekkert sagt um fyrirkomulag heimsókna um jólin. Vonandi, ef samfélagssmitum heldur áfram að fækka, þá getum við opnað heimilin betur um jólin.

Hafið í huga að ef einhverjir aðstandendur búa erlendis og ætla að koma heim um jólin þá þarf að passa að ná tveimur sýnatökum áður en komið er inná hjúkrunarheimilin.

Um leið og við vitum eitthvað þá munum við senda ykkur tilkynningar. Þangað til hvetjum við ykkur til að nota símann, myndsímtöl, senda gjafir, skreytingar og jafnvel góðgæti til ykkar ástvina.

 

 

Við þurfum að halda áfram að vera dugleg, vanda okkur og gera það sem við þurfum að gera. Þetta er ekki tíminn til að slaka á og hætta að fara eftir leiðbeiningum.

Munum að fram undan er betri tíð.

 

Kær kveðja,

Starfsfólk Skjóls og Laugaskjóls

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um