Raggi Bjarna skemmti heimilisfólki og gestum á Eir í vikunni og vakti mikla gleði. Meistarinn tók lög eins og „Tondelejo“, „Dagný“ og rappaði meira að segja og fékk salinn með sér.
Mjög vel heppnuð skemmtun og var þétt setið á Torginu góða. Þökkum við honum kærlega fyrir komuna og alla gleðina sem við fengum að njóta með veru hans.