Search

Nýr framkvæmdastjóri Eir Öryggisíbúða ehf

Sigurður Garðarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eir Öryggisíbúða ehf og hefur þegar hafið störf.

Sigurður tók við starfinu af Eybjörgu H. Hauksdóttur sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra Eir Öryggisíbúða í hlutastarfi frá árinu 2021. Hún mun starfa áfram sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Eir, Skjóli og Hömrum í fullu starfi. Henni eru færðar bestu þakkir fyrir mikið og gott starf fyrir hönd félagsins á upphafsárum þess.

Sigurður er verkfræðingur með BS próf í byggingarfræði frá UW Madison árið 1984 og síðan meistaragráðu MBA í rekstrarhagfræði frá Háskóla Íslands 2002.

Sigurður starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Naustavarar ehf / Sjómannadagsráðs sem m.a. rekur Hrafnistuheimilin. Áður starfaði hann fyrir Nesvelli ehf að þróun og lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk, og þar áður í verkefnisstjórn Leifstöðvar við breytingar og stækkun flugstöðvarinnar.

Sigurður hefur mikla reynslu af störfum sem snúa að málefnum hjúkrunarheimila og uppbyggingu á aðstöðu fyrir öldrunarþjónustu. Hann hefur m.a. stýrt þróun og uppbyggingu nokkurra lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk og byggingu nýrra hjúkrunarheimila.

Sigurður er kvæntur Ingveldi Möggu Aðalsteinsdóttur og eiga þau tvö uppkomin börn. Áhugamál Sigurðar snúa einkum að fjölskyldunni og útivist, eins og t.d. fjallgöngu, golfi og veiði.

Um Eir Öryggisíbúðir (EirÖr)

Eir – öryggisíbúðir ehf. er einkahlutafélag í eigu Eir ses og er tilgangur félagsins rekstur og leiga öryggisíbúða sem voru áður í eigu Eirar hjúkrunarheimilis ses fram til ársloka 2020. Íbúðirnar eru um 200 talsins og tæplega 16.500 fermetrar á þremur starfsstöðvum, Hlíðarhúsum 3-5, Hlaðhömrum 2 og Fróðengi 1-11. Eir hjúkrunarheimili veitir samþætta heimaþjónustu til íbúa í öryggisíbúðunum samkvæmt sérstökum samningum við heilsugæsluna og sveitarfélög.

Deila

Meira

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra