Verkefni vetrarins í vinnustofu iðjuþjálfunar er að prjóna svokallaða sjúkrabílabangsa. Markmiðið er að prjóna bangsa fyrir börn sem þurfa á aðstoð sjúkraflutningamanna að halda. Bangsinn hefur þann tilgang að veita huggun og fær barnið að eiga bangsann.
Fyrir heimilisfólkið skiptir það líka máli að taka þátt í verkefni sem hefur tilgang og því hefur verkefnið fengið góða undirtektir hjá þeim.
Hægt er að lesa meira um þetta frábæra verkefni á: https://www.facebook.com/foldaskoli/
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta