Sjúkraþjálfun
Sjúkraþjálfunin er staðsett á annarri hæð beint á móti aðalinngangi á Skjóli. Þar er tækjasalur og herbergi með æfingabekkjum, þar sem m.a. er veitt bakstra- og hljóðbylgjumeðferð.
Markmið sjúkraþjálfunar er að bæta líðan og lífsgæði íbúa Skjóls með markvissri þjálfun og er séð til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Heimilismenn fá æfingar við hæfi hvers og eins með aðstoð sjúkraþjálfara og aðstoðarmanns. Að auki er boðið upp á einstaklingsmeðferð t.d. verkjameðferð fyrir þá sem þurfa.
Sjúkraþjálfarari og aðstoðarmaður fara einnig út á deildarnar og eru þar með gönguæfingar og kreppuvarnir. Sundþjálfun í sundlaug Hrafnistu hefur verið í boði, en vegna viðgerða er sundlaugin lokuð sem stendur. Sjúkraþjálfari annast útvegun hjálpartækja. Sjúkraþjálfari er reglulega með fræðslu fyrir starfsfólk Skjóls varðandi líkamsbeitingu og vinnuvernd.
Sjúkraþjálfunin er opin alla virka daga frá 8:00-15:30.
Sími: 522 5671
Sjúkraþjálfarar á Skjóli eru:
- Margrét Garðarsdóttir,
netfang: magga@skjol.is - Aneta Marzena Markowska,
netfang: aneta@skjol.is