Hjúkrunaráætlun er unnin af hjúkrunarfræðingum í samvinnu við íbúa og aðstandendur þeirra og tengist hún markmiðum og gildum hjúkrunar á Eir.
Við lífslok eru tryggð ákveðin gæði í hjúkrun og meðferð íbúa og unnið með þverfaglegt meðferðarferli fyrir deyjandi, LCP – Liverpool Care Pathway. Reglulega er metið ástand og þarfir einstaklingsins og aðstandendum er veittur stuðningur og fræðsla fyrir og eftir andlát.
VIRÐING – VELLÍÐAN – VIRKNI
Nánar um gildi hjúkrunar hjá Eir
Framkvæmdastjóri hjúkrunar er Birna Svavarsdóttir.
Hér að neðan er hægt að nálgast nánari upplýsingar um deildir og svið hjúkrunar hjá Eir
Deild – 1.B | Deild – 2.B | Deild – 2.N | Deild – 2.S | Deild – 3.N | Deild – 3.S | • Deild – 4. hæð: Brotaendurhæfing – Hvíldarinnlagnir - Biðpláss | Sambýlið Eirarholt | Dagdeildir | Eirarhús – öryggisíbúðir | Eirhamrar – öryggisíbúðir | Eirborgir – öryggisíbúðirEr staðsett á 1. hæð í B-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Heimilisdeild með 20 rýmum sem öll eru einbýli. Deildin skiptist í tvo kjarna, með 10 einbýlum í hvorum hluta, ásamt borð- og setustofu. Mögulegt er að útbúa hjónaeiningu með því að opna milli herbergja. Gott aðgengi er að útisvæði við Eir. Fallegt útsýni er til vesturs og víðar.
Vaktsími: 522 5710
Sími deildarstjóra: 522 5717
Netfang: dst1b@eir.is
Er staðsett á 2. hæð í B-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Deildin skiptist í tvo kjarna, með 10 einbýlum í hvorum hluta. Möguleiki er að opna milli herbergja og útbúa þannig hjónaeiningu. Auk þess eru borð- og setustofa í báðum einingum. Fallegt útsýni er yfir Grafarvoginn frá setustofunum. Bæði í norður og suður endum deildarinnar eru litlar setustofur og einnig rúmgóðar svalir sem heimilisfólk og aðstandendur nota mikið yfir sumarið.
Vaktsími: 522 5720
Sími deildarstjóra: 522 5727
Netfang: dst.2b@eir.is
Er staðsett á 2.hæð norðurgangi í A-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Heimilisdeild með 9 einbýli og 6 tvíbýli.
Deildin er rúmgóð með borðstofu og aðskilinni setustofu og opnu rými sem gefur góða möguleika á félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana. Við deildina er garður sem gefur möguleika á útiveru.
Vaktsími: 522 5721
Sími deildarstjóra: 522 5722
Netfang: 2n@eir.is
Er staðsett á 2. hæð á suðurgangi í A-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Heimilisdeild 9 einbýli og 8 tvíbýli. Deildin sinnir meðal annara blindum og sjónskertum og er áhersla lögð á að starfsfólk fái þjálfun við að mæta sérþörfum þessara einstaklinga.
Samvera og tómstundastarf miðar að því að ná til heimilisfólks með upplestri, frásögum og tónlist og föndri.
Vaktsími: 522 5725
Sími deildarstjóra: 522 5726
Netfang: 2s@eir.is
Er staðsett á 3. hæð á norðurgangi í A-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Heimilisdeild 9 einbýli og 8 tvíbýli. Sameiginleg setsvæði og rúmgóður matsalur er á deildinni auk þess er fallegt útsýni yfir Grafarvog og sundin.
Vaktsími: 522 5731
Sími deildarstjóra: 522 5732
Netfang: 3n@eir.is
Er staðsett á 3. hæð suðurgangi í A-húsi Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík.
Heimilisdeild fyrir einstaklinga með heilabilun þar sem eru 9 einbýli og 8 tvíbýli.
Deildin skiptist í tvær einingar, með setsvæðum og borðstofu, sem gefa möguleika á fjölþættu félagsstarfi og þjálfun fyrir íbúana.
Vaktsími: 522 5735
Sími deildarstjóra: 522 5736
Netfang: 3s@eir.is
Deild 4. hæð er 26 rúma deild staðsett á 4. hæð í A-húsi Eirar hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, sem skiptist í þrjár einingar: Brotaendurhæfing – Hvíldarinnlagnir og Biðpláss.
Markmið deildarinnar er að veita þá bestu mögulegu hjúkrunar- læknis- og þjálfunarmeðferð sem völ er á hverju sinni.
Metnaðarfullur hópur fagfólks leggur grunn að heildrænni einstaklingsmeðferð og markvissri útskriftaráætlun í samráði við skjólstæðinginn, ættingja og utanaðkomandi þjónustu - og umönnunaraðila.
Brotaendurhæfing.
Er fyrir 67 ára og eldri einstaklinga sem hlotið hafa beinbrot , þurft liðskipti og/ eða eiga við stoðkerfisvandamál að stríða .
Unnið er samkvæmt samstarfssamningi við LSH. Einstaklingar koma á deildina eftir að bráðameðferð er lokið á LSH.
Endurhæfingartíminn er einstaklingsbundinn og miðast við færni og sjálfsbjargargetu einstaklingsins.
Hvíldarinnlagnir.
Hvíldarinnlagnir geta verið 1–2 á ári í 4-8 vikur í senn fyrir einstaklinga sem búa heima og þarfnast andlegrar– félags- og líkamlegrar endurhæfingar. Oft er þörf líka á að létta undir og hvíla þá sem styðja við búsetuna heima.
Unnið er í samvinnu við Færni- og heilsufarsnefnd höfuðborgarsvæðisins samkvæmt reglugerð.
Biðpláss.
Biðpláss er fyrir einstaklinga sem komnir eru með samþykkt vistunarmat í hjúkrunarrými frá Færni- og heilsufarsnefnd höfuðborgarsvæðisins og bíða eftir varanlegu heimilisplássi.
Vaktsími: 522 5741/ 22 5742
Sími deildarstjóra: 522 5749
Netfang deildar: 4haed@eir.is
Netfang deildarstjóra: erla@eir.is
Sambýlið er staðsett á 1. hæð í húsnæði öryggisíbúða Eirarhúsa, Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík.
Eirarholt er hjúkrunarsambýli fyrir heilabilaða einstaklinga og jafnframt heimilisdeild. Um er að ræða 9 einbýli en í stærstu herbergjunum geta hjón dvalið saman.
Íbúum stendur til boða öll sú þjónusta sem veitt er á Eir hjúkrunarheimili. Þá geta íbúar einnig sótt þær fjölmörgu skemmtanir sem haldnar eru á torginu við anddyri Eirar.
Sambýlið er fyrir heimilismenn sem hafa góða færni til þess að taka þátt í athöfnum daglegs lífs, samvistum við aðra heimilismenn og útiveru. Sameiginlegt setsvæði, borðstofa og garður gefa möguleika á fjölþættri samveru fyrir íbúa.
Vaktsími: 522 5792, 860 7407 Netfang : eirarholt@eir.is
Eir hjúkrunarheimili rekur tvær sérhæfðar dagdeildir fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma.
Dagdeild Eirar er staðsett á 3. hæð í B-húsi Eirar Eirar, hjúkrunarheimilis, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. Starfsemi hófst á deildinni 15. mars 2004 og er þar stafsleyfi fyrir 24 gesti á dag.
Dagdeild Eirar - Borgasel er staðsett í Spönginni 43, 112 Reykjavík í menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. Deildin var opnuð 2. mars 2015 og er þar starfsleyfi fyrir 18 gesti á dag.
Gestirnir eru á breiðu aldursbili og breytilegt er hversu marga daga í vikunni þeir koma á deildina, sumir koma alla virka daga en aðrir færri. Til að komast að í dagþjálfun þarf að liggja fyrir greining um heilabilunarsjúkdóm og getur læknir viðkomandi sent inn beiðni þar um.
Dagþjálfun felur í sér bæði andlega og líkamlega örvun sem hefur jákvæð áhrif á getu og líðan þeirra sem sækja deildina. Flestir dagdeildargestir eru fljótir að finna ánægju og öryggi á staðnum enda er lögð áhersla á að skapa þar heimilislegt andrúmsloft. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og sniðin að getu og áhugasviði gestanna.
Sími deildarstjóra: 522 5730/ 860 7488
Netfang deildarstjóra: dagdeild@eir.is
Sími á Dagdeild Eirar: 522 5738
Netfang: dagdeild@eir.is
Sími í Borgaseli: 555 1221
Netfang: borgasel@eir.is
Í Eirarhúsum - öryggisíbúðum, Hlíðarhúsum 3 – 5, 112 Reykjavík eru 37 íbúðir.
Heimaþjónusta er veitt frá Eir. Innangengt er frá öryggisíbúðum með tengigangi yfir í Eir hjúkrunarheimili.
Íbúar Eirarhúsa geta nýtt sér ýmsa þjónustu á Eir til dæmis sjúkraþjálfun, hárgreiðslu, þjónusta fótaaðgerðafræðings og snyrtifræðings auk skemmtana og viðburða. Guðsþjónustur eru haldnar á torginu í A-húsi að jafnaði einu sinni í mánuði. Íbúar Eirarhúsa geta keypt hádegis- og kvöldverð alla daga vikunnar.
Vaktsími: 522 5791
Sími deildarstjóra: 860 7400
Netfang: kristjana@eir.is
Í Eirhömrum, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ eru 54 íbúðir.
Félagsleg heimaþjónusta er veitt í umboði Félagsmálaráðs Mosfellsbæjar en heimahjúkrun er veitt frá Eir í umboði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Í Eirhömrum er m.a. hárgreiðslustofa og snyrtistofa sem íbúar Eirhamra geta nýtt sér. Fjölþætt félagsstarfssemi er einnig í húsinu.
Íbúar geta keypt hádegis- og kvöldverð ásamt því að fá heimsendan mat.
Vaktsímar heimahjúkrunar: 564 0860, 860 7489
Sími deildarstjóra hjúkrunar: 897 7054
Netfang: kristjana@eir.is
Sími félagslegrar heimaþjónustu: 566 8060
Sími verkefnastjóra heimaþjónustu: 864 3599
Netfang: vm@mos.is
Í Eirborgum, Fróðengi 1 – 11, 112 Reykjavík eru 107 íbúðir. Innangegnt er fyrir íbúa í menningar- og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, Borgir.
Eir sér um heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu við íbúa í umboði Velferðasviðs Reykjavíkur. Fyrstu íbúar fluttu inn í desember 2009.
Vaktsími: 860 7492
Sími deildarstjóra: 560 1091
Netföng: ragnheidur@eir.is, eirborgir@eir.is
Lækniþjónusta á Eir er veitt af sérfræðingum í öldrunarlækningum eða heimilislækningum. Hver deild heimilisins hefur sinn deildarlækni.
Á Eir er veitt læknisþjónusta alla daga ársins. Þjónustan er veitt með fastri vikulegri heimsókn deildarlæknis og styttri heimsóknum annarra lækna heimilisins eða vaktlækna aðra daga ársins. Vaktþjónusta er rekin allan sólarhringinn í tengslum við hjúkrunarheimilin Skjól og Hamra.
Á hverri deild er haldinn vikulegur fundur með hjúkrunarfólki og öðrum aðilum eftir atvikum þar sem lögð er áhersla á sameiginlega lausn á vanda heimilisfólksins. Þá eru haldnir fjölskyldufundir með heimilismönnum og aðstandendum þeirra á fyrstu mánuðum dvalar og síðan endurtekið eftir aðstæðum og þörfum.
Við breytingu á líðan íbúa er meginstefnan að meðhöndla veikindi á heimilinu og líkna og hjúkra heimilismönnum innan veggja þess.
Læknar ráðleggja meðferð í samráði við sjúkling og/eða aðstandendur hans. Með hliðsjón af læknisfræðilegu mati, vilja og óskum einstaklingsins er leitast við að veita læknisþjónustu sem er sniðin að þörfum hans og miðar að bættri heilsu og góðri líðan. Læknar heimilisins beina íbúum í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í ljósi heilsufars þeirra.
Tannlæknir kemur reglulega á heimilið. Veitt er önnur sérfræðiþjónusta á staðnum svo sem þjónusta augnlæknis, kvensjúkdómafræðings og húðlæknis.
Framkvæmdastjóri lækninga er Sigurbjörn Björnsson.
Læknar einstakra heimilisdeilda:
Læknaritari: Jónína Jósafatsdóttir
Sjúkraþjálfun er staðsett á fjórðu hæð í A-húsi.
Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði íbúa Eirar og er séð til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Hver deild á Eir hefur sinn afmarkaða tíma í sjúkraþjálfun. Þar fá heimilismenn æfingar við hæfi hvers og eins með aðstoð sjúkraþjálfara og aðstoðarfólks. Að auki er boðið upp á einstaklingsmeðferð t.d. verkjameðferð fyrir þá sem þurfa. Sjúkraþjálfarar fara einnig út á deildirnar og eru þar með hópæfingar, gönguæfingar og kreppuvarnir.
Endurhæfingardeild er starfrækt á fjórðu hæð Eirar í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús þar sem eldra fólk fær endurhæfingu eftir beinbrot eða liðskiptaaðgerðir og útskrifast síðan heim.
Sjúkraþjálfarar sinna einnig göngudeildarþjónustu fyrir íbúa öryggisíbúða og þá sem eru í dagþjálfun.
Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar annast útvegun hjálpartækja.
Sjúkraþjálfunin er opin virka daga frá 8:00-16:00
Sími: 522 5745
Netfang: sjukrathj@eir.is
Yfirsjúkraþjálfari er Ylfa Þorsteinsdóttir
Netfang: ylfa@eir.is
Iðjuþjálfun og félagsstarf
Iðjuþjálfun og félagsstarf á hjúkrunarheimilinu Eir hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópaþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Starfsemin fer ýmist fram í vinnustofu iðjuþjálfunar eða á deildum íbúa. Iðjuþjálfar sjá einnig um hjálpartæki, ásamt sjúkraþjálfara, m.a. meta þörf fyrir hjólastóla og sessur í þá.
Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings í þeirri iðju sem hann hefur áhuga á og vilja og geta framkvæmt.
Mikið og virkt félagsstarf er í húsinu þar sem reglulega eru haldnar skemmtanir og ýmsar uppákomur á Torginu. Markmið félagsstarfsins er að gefa tækifæri til þátttöku til að auka lífsgæði, val, sjálfstæði og gleði. Vikulega er m.a. bingó og söngstund og er ávallt góð mæting.
Iðjuþjálfar sinna skjólstæðingum endurhæfingardeildar en þar er samstarf við Landspítala Háskólasjúkrahús um endurhæfingu aldraðra sem hlotið hafa beinbrot og útskrifast síðan heim. Markmið iðjuþjálfunar á enduhæfingardeild er að stuðla að því að skjólstæðingurinn verði eins sjálfbjarga og mögulegt er. Íhlutun iðjuþjálfa felst m.a. í mati á færni daglegs lífs, fara í heimilisathuganir þar sem veitt er ráðgjöf um úrbætur til að minnka byltuhættur á heimilinu og hjálpartækjaþörf metin. Iðjuþjálfar sækja einnig um hjálpartæki til Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ og hafa eftirfylgni með þeim.
Á deildinni eru 7 starfsmenn, þar af 5 iðjuþjálfar, einn umsjónarmaður félagsstarfs og einn aðstoðarmaður.
Samvinna er við Háskólann á Akureyri um vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun á Eir.
Yfiriðjuþjálfi er:
Ása Lind Þorgeirsdóttir
Netfang: asalind@eir.is
Starfsmaður félagsstarfs er:
María Haukdal
Netfang: mariahaukdal@eir.is
Símanúmer iðjuþjálfunar er 522-5747 og 522-5748.
Fótaaðgerðarstofur í tengslum við hjúkrunarheimili Eirar, Hamra og öryggisíbúða Eirar þar sem íbúar geta keypt þjónustu frá fagaðilum.
Eir hjúkrunarheimili og Eirarhús öryggisíbúðir.
Fótaaðgerðarstofa Ágústu, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. – Eir hjúkrunarheimili.
Guðrún Ágústa Ólafsdóttir, löggiltur fótaaðgerðarfræðingur og sjúkraliði.
Tímapantanir í síma 522 5767/ 895 3025 eða hjá hjúkrunarsviði Eirar.
Opið er alla virka daga.
Netfang: finartaer@gmail.com
Eirborgir öryggisíbúðir
Fótaaðgerðarstofa Hrafnhildar, Spönginni 43, 112 Reykjavík – Borgir þjónustumiðstöð Reykjavíkur.
Hrafnhildur Hjálmarsdóttir, löggiltur fótaaðgerðarfræðingur.
Tímapantanir í síma 571 7475/ 692 5223 eða hjá deildarstjóra hjúkrunar í Eirborgum.
Netfang:hrafnhildurh65@gmail.com
Hamrar hjúkrunarheimili og Eirhamrar öryggisíbúðir
Fótaaðgerðarstofan Eva Eðvalds, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ – Eirhamrar.
Eva Eðvaldsóttir, lögiltur fótaaðgerðarfræðingur og nuddari.
Tímapantanir í síma 698 7864 eða hjá forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu í
Eirhömrum og hjúkrunarsviði Hamra hjúkrunarheimilis.
Netfang:
evaedvalds@hotmail.com
Hárgreiðslustofur í tengslum við hjúkrunarheimili Eirar, Hamra og öryggisíbúða Eirar þar sem íbúar geta keypt þjónustu frá fagaðilum.
Eir hjúkrunarheimili og Eirarhús öryggisíbúðir.
Hárgreiðslustofan Eir ehf., Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. – Eir hjúkrunarheimili.
Halldóra Elíasdóttir, hárgreiðslumeistari.
Opið er þriðjudaga til föstudaga milli 09:00 og 14:00
Tímapantanir í síma 522 5766/ 824 4421 eða hjá hjúkrunarsviði Eirar.
Netfang:lauf25@internet.is
Eirborgir öryggisíbúðir.
Hárborg, Spönginni 43, 112 Reykjavík – Borgir þjónustumiðstöð Reykjavíkur.
Erna Ó. Eyjólfsdóttir, hárgreiðslumeistari.
Opið er alla virka daga milli 10:00 og 16:00
Tímapantanir í síma 571 7474 eða hjá deildarstjóra hjúkrunar í Eirborgum.
Hamrar hjúkrunarheimili og Eirhamrar öryggisíbúðir.
Hárdís hársnyrtistofa, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ – Eirhamrar.
Ingibjörg Erlingsdóttir, hárgreiðslumeistari.
Opið er þriðjudaga til föstudaga milli 10:00 og 14:00
Tímapantanir í síma 859 2800 eða hjá forstöðumanni félagslegrar heimaþjónustu í Eirhömrum og hjúkrunarsviði Hamra hjúkrunarheimilis.
Netfang:skerpla77@gmail.com