Í janúar 1988 var hjúkrunarheimilið Skjól opnað. Fyrst var það 5. hæðin og svo hinar hæðirnar hver af annarri. Nú í janúar, var af því tilefni, boðið upp á rjómatertu og heitt súkkulaði fyrir heimilisfólk og starfsmenn.. Með hækkandi sól ætlum við að halda svo betur upp á afmælið með góðri skemmtun.

Nýr hnappur fyrir ábendingar og tilkynningar fyrir starfsfólk og aðstandendur!
Búið er að opna fyrir nýtt svæði á heimasíðunni okkar sem gerir starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum kleift að senda inn meðal annars ábendingar og tilkynningar.