Iðjuþjálfun og félagsstarf á hjúkrunarheimilinu Skjóli hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Iðjuþjálfar sjá einnig um að meta þörf fyrir og sækja um hjálpartæki, t.d. hjólastóla og sessur í þá.
Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings í þeirri iðju sem hann hefur áhuga á, vilja og getu til að framkvæma.
Á deildinni starfa 5 starfsmenn, einn iðjuþjálfi, einn verkefnastjóri iðjuþjálfunar og þrír aðstoðarmenn iðjuþjálfa. Starfsemin fer ýmist fram í vinnustofu iðjuþjálfunar eða á deildum íbúa.
Mikið og virkt félagsstarf er í húsinu þar sem reglulega eru haldnar skemmtanir og ýmsar uppákomur á sal. Vikulega er m.a. söngstund og er ávalt góð mæting.
Markmið félagsstarfsins er að gefa tækifæri til þátttöku til að auka lífsgæði, val, sjálfstæði og gleði.
Samvinna er við Háskólann á Akureyri um vettvangsnámspláss í iðjuþjálfun.
Yfiriðjuþjálfi er:
Guðrún Ása Eysteinsdóttir
Netfang: gudrunasa@eir.is
Verkefnastjóri iðjuþjálfunar og umsjónarmaður félagsstarfs er:
Unnur Brynja Guðmundsdóttir
Netfang: unnurbrynja@skjol.is
Símanúmer iðjuþjálfunar er 522-5673