Search

Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins taka á móti sextíu böngsum

Föstudaginn 16.02.2024 komu fulltrúar Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins í heimsókn á Eir til að taka á móti sextíu böngsum. Úr þessu var gerð hátíðleg stund þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Eir hefur afhent bangsa frá árinu 2017 og munu halda áfram að prjóna og gefa af sér til samfélagsins

Á hjúkrunarheimilinu Eir starfa iðjuþjálfar og aðstoðamenn þeirra sem hafa það hlutverk að veita íbúum tækifæri til þátttöku í ýmisskonar iðju. Í íhlutun iðjuþjálfa á Eir er lögð mikil áhersla á gildi og tilgang verkefna. Sum verkefni gera íbúar fyrir sig, önnur verkefni eru til sölu og einhver verkefnanna má lýsa sem samfélagslegum. Það hefur sýnt sig að með því að búa til vettvang þar sem aldraðir hafa tilgang og tækifæri til að gefa tilbaka til samfélagsins skiptir þau miklu máli. Eir hefur verið að vinna að verkefni sem þau kalla „sjúkrabílabangsar“ þar sem bæði íbúar og skjólstæðirnar í tímabundinni endurhæfingu hafa tekið þátt í. Þetta verkefni er skemmtilegt að því leitinu til að þótt færni fólks sé mismunandi þá geta allir komið að því á einhvern hátt, einhverjir prjóna, aðrir setja tróð í og sumir sauma þá saman. Böngsunum er svo gefið nafn og afhentir í sjúkrabíla. Tilgangur bangsana er að veita börnum vellíðan, ró og knús þegar þau þurfa á sjúkrabílum að halda.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um