Nú er smákökubakstrinum á Eir lokið þessa aðventuna.
Greinilegt að vanar hendur komu að verkinu og ekki var lengi gert að útbúa þessar ljómandi góðu engiferkökur, pensla þær og sáldra með alskyns góðgæti. Iðjuþjálfar deildanna hafa einnig farið á milli og bakað með íbúum sem ekki koma á vinnustofuna og því hefur allt húsið ilmað.