Spurt og svarað ?????
Er liður sem er orðinn fastur hjá okkur og vinsæll. Spurningum er kastað yfir hópinn og svo svara þeir sem geta. Skemmtilegar umræður skapast í kringum spurningarnar og margt sem rifjast upp. Sem sagt mikil fræðsla í leiðinni. Við reynum hafa hafa fjölbreyttar spurningar. Dæmi um spurningar sem hafa flogið….. Hvað kallast kvenkyns selur? Hvaða breski stjórnmálamaður hefur verið kallaður járnfrúin? Í hvaða spilar maður Rúbertu? Hvar bjó Halldór Laxness? Við reynum að hafa þennan lið einu sinni í mánuði og hittumst við síðast á fimmtudaginn var 😉