Starfsmannafélag Eirar er með reglulega viðburði og má meðal annars finna hópinn þeirra á Workplace undir nafninu Starfsmannafélag Eirar. Öllum starfsmönnum er heimilt að ganga í félagið og eru félagsgjöldin dregin af launum starfsmanna mánaðarlega eða 400 krónur í hvert skiptið. Við hvetjum alla til að skrá sig í félagið hjá launadeildinni, enda kjörið tækifæri til að kynnast og tengjast samstarfsfólki sínu betur undir skemmtilegum kringumstæðum.

Dæmi um skipulagða viðburði eru: Bingó, keila, ratleikir, óvissuferðir, jólahlaðborð, ýmsar keppnir á milli starfsmanna/deilda og margt fleira.

Netfang félagsins er: starfsmannafelag@eir.is