Search

Starfsmenn og heimsóknargestir sem koma frá svæðum sem ekki eru skilgreind áhættusvæði

Heil og sæl,

Eitt af því sem Covid-19 faraldurinn er að kenna okkur er sveigjanleiki og að bregðast hratt við breytingum. Nýlega gáfu Almannavarnir út nýjar reglur varðandi ferðalög erlendis.  Í framhaldi af því hefur verið ákveðið að:

Starfsmenn og heimsóknargestir sem koma frá svæðum sem ekki eru skilgreind áhættusvæði skv. Sóttvarnalækni (sem eru Grænland, Færeyjar, Noregur, Finnland, Danmörk og Þýskaland) þurfa hvorki að fara í sýnatöku á landamærum né heimkomusmitgát/sóttkví frá og með 16. júlí 2020. Þessir aðilar mega því koma til vinnu og/eða í heimsóknir án sérstakra varúðarráðstafanna umfram aðra. 

Minnt er á mikilvægi þess að gæta varúðar í allri umgengni og stunda sóttvarnir af kappi til að gæta öryggis heimilismanna og ástvina.

 

Þá minnum við einnig á, að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir:

  • Eru í sóttkví
  • Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
  • Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
  • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.þ.h.).

Kær kveðja,

Stjórnendur Eirar, Hamra og Skjóls

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um