Prenta síðu

Forstjóri

Sigurður Rúnar Sigurjónsson tók við starfi forstjóra Eirar og Skjóls, 1. janúar 2012 og 1. ágúst 2012 tók hann einnig við stjórn öryggisíbúða Eirar.  Áður en Sigurður hóf störf hjá Eir og Skjóli gegndi hann starfi ritara fjárlaganefndar Alþingis í ein 24 ár ásamt því að hann starfaði sem skrifstofustjóri stjórnsýsluendurskoðunarsviðs Ríkisendurskoðunar á árunum 1987 – 1992. Sigurður er með meistarapróf í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í viðskiptafræðum, stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Sigurður er með próf í verðbréfamiðlun frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, forstjóri | 522 5700 | srs@eir.is

 Framkvæmdastjórar

Stella Kristín Víðisdóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs í desember 2017. Stella starfaði sem framkvæmdastjóri Sinnum ehf. á árunum 2014-2017, sviðsstjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar 2007-2014, og framkvæmdastjóri fjármálasviðs Háskólans í Reykjavík 2005-2007. Stella er viðskiptafræðingur Cand Ocon frá Háskóla Íslands og með MSc í viðskiptafræðum með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá sama skóla.

Stella K. Víðisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs | 522 5703 | stella@eir.is

 

Eybjörg Hauksdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, sem og starfi framkvæmdastjóra Eirar öryggisíbúða þann 1. júní 2021. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í sex ár, og stýrði þar m.a. kjaranefnd SFV og sat í samninganefndum um gerð þjónustusamninga fyrir hjúkrunarheimili landsins. Fyrir þann tíma starfaði hún sem lögmaður hjá Libra lögmönnum. Eybjörg er með BA og MA gráður í lögfræði frá Háskóla Íslands og með réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi.

Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs | 522 5780 | eybjorg@eir.is

Ólafur Helgi Samúelsson er sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum. Ólafur lauk námi frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og sérfræðinámi frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2000. Ólafur starfaði á hjúkrunarheimilunum Eir og Skjóli fyrst á árunum 1994 og 95 og svo samfellt frá árinu 2000, mestmegnis á Eir. Samhliða hefur hann starfað sem sérfræðingur í öldrunarlækningum á Landspítalanum. Hann sat í stjórn Læknaráðs Landspítalans 2010-2017 og í stjórn Félags Sjúkrahúslækna 2018 – 2021. Þá var hann formaður Félags íslenskra öldrunarlækna frá 2018-2021. Hann hefur verið formaður siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala frá 2018. Ólafur hefur komið að fjölda rannsóknarverkefna einkum tengdum lyfjameðferð eldra fólks. Ólafur sat sem fulltrúi íslenskra öldrunarlækna í stjórn Evrópusamtaka öldrunarlækna (EuGMS) 2011-2020 og leiðir ásamt öðrum sérfræðingahóp samtakanna um hjúkrunarheimilislækningar (EuGMS special interest group on Long Term Care frá 2015).

Ólafur Helgi Samúelsson, framkvæmdastjóri lækningasviðs | 522 5775| olafur@eir.is

Þórdís Hulda Tómasdóttir tók við starfi framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls, Hamra og Öryggisíbúða Eirar 1. Júní 2021. Þórdís hefur starfað sem verkefnastjóri hjúkrunar hjá okkur síðan 2020. Þórdís lærði hjúkrunarfræði í Danmörku og starfaði lengi sem sýkingavarnahjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á gæða- og sýkingavarnadeild Landspítala. Þórdís er með meistarapróf í þróunarfræðum frá Háskólanum í Álaborg og kennaramenntun frá Kennaraháskóla Íslands.

Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs | 522 5757 | thordis@eir.is

 

Deildarstjórar og forstöðumenn

Hjúkrunardeildarstjórar:
Deildarstjóri 1B: Anna Herdís Pálsdóttir | 522 5718 | annaherdis@eir.is
Deildarstjóri 2B: Guðfríður Hermannsdóttir | 522 5728 | gudfridur@eir.is
Deildarstjóri 2S og 2N: Þuríður Ósk Sveinsdóttir | 522 5725 | thuridur@eir.is
Deildarstjóri 3S og 3N: Roslin Pros Armada | 522 5735 | roslin@eir.is
Deildarstjóri 4H (endurhæfingardeild) : Gerður Anna Lúðvíksdóttir | 522 5749 | gerdur@eir.is

Forstöðumaður hjúkrunar á Hömrum hjúkrunarheimili:
Fjóla S. Bjarnadóttir | 560 2090 | fjolabjarna@eir.is 

Stjórnendur dagdeilda, heimaþjónustu og öryggisíbúða:
Deildarstjóri dagdeildar Eirar og Borgarsels: Hafdís Jóna Stefánsdóttir | 522 5730 | hafdis@eir.is
Deildarstjóri hjúkrunar og heimaþjónustu á Eirarholti: Aase Gunn Guttormsen | 522 5791 | aase@eir.is
Deildarstjóri hjúkrunar og heimaþjónustu í Eirborgum: Hrefna Einarsdóttir | 560 1091 | 860 7413 | hrefna@eir.is
Deildarstjóri heimahjúkrunar á Eirhömrum: Helga Einarsdóttir | 897 7054 | helga@eir.is
Verkefnastjóri stoðþjónustu á Eirhömrum og Mosfellsbæ: Sigurlaug Hrafnkelsdóttir | 566 8060 | 897 9561 | sigurlaug@eir.is

Aðrir stjórnendur:
Deildarstjóri eignaumsýslu: Helgi Þór Eiríksson | helgithor@eir.is
Deildarstjóri bókhalds- og launadeildar: Ragnar Már Reynisson | 522 5705 | ragnar@eir.is
Forstöðumaður eldhúss: Gunnar J. Einarsson | 522 5760 | gunnare@eir.is
Mannauðsstjóri: Edda Björk Arnardóttir | 522 5756 | edda@eir.is
Yfiriðjuþjálfi : Ása Lind Þorgeirsdóttir | 522 5747 | asalind@eir.is
Yfirsjúkraþjálfari: Björg Hákonardóttir | 522 5745 | bhakonardottir@eir.is

Símanúmer deilda 

Eir: A-hús
Deild 2N: 522 5721
Deild 2S: 522 5725
Deild 3N: 522 5731
Deild 3S: 522 5735
Deild 4H (endurhæfing): 522 5741

Eir: B-hús
Deild 1B: 860 7486
Deild 2B: 860 7487
Deild 3B (dagdeild): 522 5738

Hamrar hjúkrunarheimili
Forstöðumaður hjúkrunar: 560 2090
Auðarstofa: 560 2095
Helgustofa: 560 2094
Klörustofa: 560 2091

Öryggisíbúðir
Eirarholt/Eirarhús öryggisíbúðir: 522 5791
Eirborgir öryggisíbúðir: 560 1090
Eirhamrar öryggisíbúðir: 566 8060

Sjúkra- og iðjuþjálfun
Sjúkraþjálfun: 522 5745
Iðjuþjálfun: 522 5747

Ráð og nefndir á vegum heimilisins

Fagráð Eirar/Hamra
Framkvæmdaráð Eirar/Hamra
Hjúkrunarráð Eirar/Hamra
Jafnréttisnefnd Eirar/Hamra
Mannauðsdeild Eirar/Hamra
Sóttvarnateymi Eirar/Hamra
Öryggisnefnd Eirar/Hamra

Stjórn Eirar

Pétur J. Jónasson – stjórnarformaður
Berglind Magnúsdóttir – varaformaður
Ólafur Haraldsson – meðstjórnandi
Elínbjörg Magnúsdóttir – meðstjórnandi
Agla Elísabet Hendriksdóttir – meðstjórnandi
Einar Jón Ólafsson – meðstjórnandi
Sigurður Sigfússon – meðstjórnandi