Starfsmenn Hamra eru ótrúlega þakklátir þeim fyrirtækjum sem hafa sent þeim gjafir í þakkarskyni fyrir vel unnin störf á mjög svo erfiðum tímum.
Okkur var m.a. fært túlipana í massavís á allar deildir frá Dalsgarði í Mosfellsdal.
Þar að auki hefur Hömrum borist ýmsar aðrar gjafir líkt og Stjörnusnakk og alls konar drykki frá Ölgerðinni.
Starfsmenn eru í skýjunum með þessa glaðninga og þykir okkur einstaklega gaman að geta fært lesendum þessar góðu fréttir!
Kærar þakkir fyrir okkur!