Search

Takmarkanir á heimsóknum – uppfærðar leiðbeiningar

Uppfært 18. september 2020

Skjótt skipast veður í lofti kæru aðstandendur

Vegna aukningu smita í samfélaginu höfum við ákveðið að herða takmarkanir á heimsóknum til íbúa.

Aðeins einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa hverju sinni, í klukkutíma í senn á degi hverjum.

Í ljósi þess að mikil aukning er á smiti fólks í aldurshópnum 20-30 ára sem virðist fá mjög lítil sem engin einkenni sjúkdómsins biðlum við til þessa hóps að íhuga sérstaklega vel hvort ekki væri betra að bíða með heimsóknir á heimilin meðan þessi bylgja gengur yfir. Við bendum frekar á síma eða rafrænar heimsóknir þessa daganna.

Heimsóknarreglur:

  • AÐEINS EINN aðstandandi má heimsækja hvern íbúa hverju sinni, í klukkutíma í senn á degi hverjum.
  • Áfram þarf að skrá komu sína í hvert sinn.
  • Heimsóknargestir eru beðnir að gæta ítrasta hreinlætis og spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og í hvert sinn sem hann þarf að snerta sameiginlega fleti.
  • Heimsóknagestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans eins og kostur er.
  • Gestir eru beðnir að gæta að 2 metra nándarmörkunum og forðast beina snertingu við íbúa.
  • Að lokum eru heimsóknargestir beðnir um að fara stystu leiðina út og snerta sem minnst sameiginlega snertifleti.
  • Undir sérstökum kringumstæðum er hægt að veita undanþágu frá þessum reglum og er það deildarstjóri eða hjúkrunarfræðingur á vaktinni sem tekur slíkar ákvarðanir.

Íbúi getur farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum, s.s. læknisheimsóknir og heimsókn til náins ættingja. Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði og forðist með öllu verslunarferðir og heimsóknir þar sem fleiri en 10 koma saman.

Aðstandendur eru hvattir til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um