Search

Takmarkanir á heimsóknum – uppfært 7. ágúst 2020

Kæru aðstandendur,

Í ljósi aukningar á Covid-19 í samfélaginu þurfum við öll að hjálpast að við að vernda ástvini ykkar og aðra íbúa heimilanna. Sóttvarnalæknir, Landlæknir, Almannavarnir og fleiri sérfræðingar eru sammála um það að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er komin til að vera og því er nauðsynlegt fyrir okkur að efla aðgerðir.

Við þurftum að aðlaga fyrri takmarkanir aðeins að þessum leiðbeiningum. Breytingarnar eru feitletraðar:

Til að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilin og þar með takmarka útsetningu veirunnar inn á heimilin má aðeins einn aðstandandi heimsækja hvern íbúa á degi hverjum og ekki börn undir 18 ára aldri. Áfram þarf að kvitta í gestabókina við innganginn.

Heimsóknarreglur:

  • Heimsóknartími heimilanna er á milli 14 og 18 alla daga.

  • Einn aðstandandi má heimsækja hvern íbúa hverju sinni. Biðlað er til aðstandenda velja einhvern einn sem heldur sig í hálfgerðri sjálfskipaðri sóttkví, ef hægt er.

  • Ef nánasti aðstandandi er undir 14 ára er hægt að gera undanþágu í samráði við stjórnanda deildarinnar.

  • Heimsóknargestir eru beðnir að gæta ítrasta hreinlætis og spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og í hvert sinn sem hann þarf að snerta sameiginlega fleti.

  • Heimsóknagestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans eins og kostur er.

  • Vinsamlegast virðið 2ja metra regluna

  • Að lokum eru heimsóknagestir beðnir um að fara stystu leiðina út og snerta sem minnst sameiginlega snertifleti.

  • Heimsóknar gestir sem hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu mega ekki koma á heimilin, óháð dvalarlandi.

Íbúi getur farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum, s.s. læknisheimsóknir og heimsókn til náins ættingja. Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði þar sem fleiri en 10 koma saman.

Við biðlum til aðstandenda að fara varlega úti í samfélaginu og fara varlega í samskiptum við ástvini sína sem tilheyra viðkvæmum hópum. Virða 2ja metra regluna, stunda góða handhreinsun og gæta ítrustu varkárni. Hafið einnig í huga að ef þið þurfið að fara í stærri mannfagnaði það sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að ALLIR HINIR virði persónulegar sóttvarnir íhugið þá hvort ekki væri viturlegt að fresta heimsóknum í nokkra daga.

**ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir;

a. eru í sóttkví

b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

**ATHUGIÐ: Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og eru því birtar með fyrirvara um breytingar.

Með kærri kveðju,

Sóttvarnateymi heimilanna

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta