Við tókum forskot á þjóðhátíð og héldum skemmtun í salnum 15. júní. Byrjað var á upplestri og fróðleik í tenglsum við lýðveldi Íslands. Svo voru sungin ættjarðar- og sumarlög. Svo kom danspar í heimsókn og tóku nokkra dansa. Þau eru 10 ára gömul og búin að æfa síðan þau voru 2 ára. Að lokum fengum við okkur saman ís.
Geta eytt meiri tíma með íbúum
Hjúkrunarheimilin Eir, Skjól og Hamrar hafa undirritað samning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á lausnunum Iðunni og Lyfjavaka. Í fréttatilkynningu segir að lausnirnar muni bæta