Við tókum forskot á þjóðhátíð og héldum skemmtun í salnum 15. júní. Byrjað var á upplestri og fróðleik í tenglsum við lýðveldi Íslands. Svo voru sungin ættjarðar- og sumarlög. Svo kom danspar í heimsókn og tóku nokkra dansa. Þau eru 10 ára gömul og búin að æfa síðan þau voru 2 ára. Að lokum fengum við okkur saman ís.

Gjöf til endurhæfingar Eirar
Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra