

Læknisþjónusta á Eir er veitt af sérfræðingum í öldrunarlækningum eða heimilislækningum. Hver deild heimilisins hefur sinn deildarlækni.
Á Eir er veitt læknisþjónusta alla daga ársins. Þjónustan er veitt með fastri vikulegri heimsókn deildarlæknis og styttri heimsóknum annarra lækna heimilisins eða vaktlækna aðra daga ársins. Vaktþjónusta er rekin allan sólarhringinn í tengslum við hjúkrunarheimilin Skjól og Hamra.
Á hverri deild er haldinn vikulegur fundur með hjúkrunarfólki og öðrum aðilum eftir atvikum þar sem lögð er áhersla á sameiginlega lausn á vanda heimilisfólksins. Þá eru haldnir fjölskyldufundir með heimilismönnum og aðstandendum þeirra á fyrstu mánuðum dvalar og síðan endurtekið eftir aðstæðum og þörfum.
Við breytingu á líðan íbúa er meginstefnan að meðhöndla veikindi á heimilinu og líkna og hjúkra heimilismönnum innan veggja þess.
Læknar ráðleggja meðferð í samráði við sjúkling og/eða aðstandendur hans. Með hliðsjón af læknisfræðilegu mati, vilja og óskum einstaklingsins er leitast við að veita læknisþjónustu sem er sniðin að þörfum hans og miðar að bættri heilsu og góðri líðan. Læknar heimilisins beina íbúum í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun í ljósi heilsufars þeirra.
Tannlæknir kemur reglulega á heimilið. Veitt er önnur sérfræðiþjónusta á staðnum svo sem þjónusta augnlæknis, kvensjúkdómafræðings og húðlæknis.
Framkvæmdastjóri lækninga er Ólafur Helgi Samúelsson.
Læknar einstakra heimilisdeilda:
-
- – 2N: Sigurbjörn Björnsson
- – 2S: Baldur Thorstensen
- – 3N: Ólafur Helgi Samúelsson
- – 3S: Björn Gunnlaugsson
- – 4.hæð: Ólafur Helgi Samúelsson og Hjörtur Þór Hauksson
- – B1: Gríma Huld Blængsdóttir
- – B2: Þórarinn Ingólfsson
– Heilbrigðisgagnafræðingar eru Sigríður Björk Sigurðardóttir og Anna María Hilmarsdóttir .