Sjúkraþjálfun er staðsett á fjórðu hæð í A-húsi.

Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði íbúa Eirar og er séð til þess að sem flestir njóti hreyfingar sem oftast. Hver deild á Eir hefur sinn afmarkaða tíma í sjúkraþjálfun. Þar fá heimilismenn æfingar við hæfi hvers og eins með aðstoð sjúkraþjálfara og aðstoðarfólks. Að auki er boðið upp á einstaklingsmeðferð t.d. verkjameðferð fyrir þá sem þurfa. Sjúkraþjálfarar fara einnig út á deildirnar og eru þar með hópæfingar, gönguæfingar og kreppuvarnir.

Endurhæfingardeild er starfrækt á fjórðu hæð Eirar í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús þar sem eldra fólk fær endurhæfingu eftir beinbrot eða liðskiptaaðgerðir og útskrifast síðan heim.

Sjúkraþjálfarar sinna einnig göngudeildarþjónustu fyrir íbúa öryggisíbúða og þá sem eru í dagþjálfun.

Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar annast útvegun hjálpartækja.

Sjúkraþjálfunin er opin virka daga frá 8:00-15:30
Sími: 522 5745
Netfang: sjukrathj@eir.is

Yfirsjúkraþjálfari er Björg Hákonardóttir
Netfang: bhakonardottir@eir.is