Search
Iðjuþjálfun og félagsstarf

Iðjuþjálfun og félagsstarf

Iðjuþjálfun og félagsstarf á heimilunum hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri til þátttöku í þeirri iðju sem hefur þýðingu fyrir þá og veitir þeim lífsfyllingu. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópaþjálfun þar sem iðja er höfð í forgrunni. Starfsemin fer ýmist fram í vinnustofu iðjuþjálfunar eða á deildum íbúa. Þetta geta verið samverustundir á deild þar sem t.d. eru notaðar endurminningakveikjur í formi áþreifanlegra hluta, tónlistar eða lesturs. Vinnustofa er í boði fyrir þá sem hafa áhuga og færni til og skapast oft mikil vinnugleði þar og verkefnin eru jafn fjölbreytt og þátttakendur er margir. Markmið iðjuþjálfunar er að auka þátttöku, viðhalda og/eða efla færni einstaklings í þeirri iðju sem hann hefur áhuga á, vilja og getu til að framkvæma. Iðjuþjálfar sjá einnig um að meta þörf fyrir og sækja um hjálpartæki, t.d. hjólastóla og sessur í þá. Mikið og virkt félagsstarf er á heimilunum þar sem reglulega eru haldnar skemmtanir og ýmsar uppákomur. Markmið félagsstarfsins er að gefa íbúum tækifæri til þátttöku til að auka lífsgæði, val, sjálfstæði og gleði. Söngstundir eru reglulega á heimilunum, bingó og helgistundir á vegum kirkjunnar. Auk þess eru reglulega stærri viðburðir skipulagðir, t.d. böll, árstíðartengdir viðburðir, tónleikar og aðrar skemmtanir.

Músikmeðferð

Músíkmeðferðarfræðingur (e.music therapist) er starfandi á heimilunum þar sem bæði er boðið upp á hópþjálfun og einstaklingsíhlutun. Hann sinnir aðallega íbúum með heilabilunarsjúkdóma enda sýna rannsóknir að áhrif slíkrar meðferðar á þennan hóp íbúa er ómetanlegur. Hún er gagnleg sér og samhliða lyfjamerðferð til að bæta sérstaklega líðan þeirra sem eru með miðlungs og langt gengin heilabilunarsjúkdóm. Músíkmeðferðarfræðingurinn vinnur í nánu sambandi við iðjuþjálfara og sjúkraþjálfara með það að markmiði að bæta lífsgæði og líðan íbúa.

logo-eir-2

Iðjuþjálfun og félagsstarf á Eir

logo-skjol-2

Iðjuþjálfun og félagsstarf á Skjóli

logo-hamrar-3

Iðjuþjálfun og félagsstarf á Hömrum