Læknar heimilanna sinna læknaþjónustu allan sólarhringinn, hvort sem er með viðveru eða bakvakt. Hver deild á sinn skilgreinda „Deildarlækni“ sem hefur yfirsýn yfir læknismeðferð íbúans Læknarnir taka ákvarðanir um lyfjagjafir, rannsóknir og aðra sérhæfða læknisþjónustu í samráði við íbúa og eftir atvikum aðstandendur. Vegna sérfræðiþjónustu lækna er ætlast til að slíkt sé gert eftir mat og tilvísun lækna heimilisins. Lögð er áhersla á reglulega yfirferð lyfja og er það hluti af gæðastarfi heimilanna. Vítamín og fæðubótaefni án ávísunar læknis eru á kostnað íbúa. Haldnir eru fjölskyldufundir á heimilunum nokkru eftir flutning, hjúkrunarfræðingur á vakt kallar inn ættingja á fund.
Þá eru haldnir fjölskyldufundir eftir þörfum, t.d. ef viðsnúningur verður á heilsufari íbúans. Þá er einnig hægt er að óska eftir fjölskyldufundum hvenær sem er.
Tannlæknaþjónusta:
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka þátt í almennum tannlæknakostnaði lífeyrisþega og aldraðra sem eru langsjúkir og dveljast á hjúkrunarheimilum eða hjúkrunarrýmum. Nánari upplýsingar fást hjá SÍ og á vefnum www.sjukra.is Við erum í samvinnu við tannlækna sem koma á heimilin og meta íbúa. Ef þörf er á viðgerðum kalla þeir íbúa inn á stofuna til sín. Ef íbúi er með eigin tannlæknir hvetjum við aðstandendur til að hjálpa íbúanum við að passa upp á reglulegar tannlæknaferðir. Kostnaður við ferðir er í höndum íbúa.