Search
Móttaka reikninga

Móttaka reikninga

Rafrænir reikningar

Frá og með 1.janúar 2023 mun Eir einungis taka við rafrænum reikningum og er þar með tekið fyrir móttöku reikninga á pappír. Reikningar skulu vera á XML formi og miðlað gegnum skeytamiðlara. Smærri aðilum sem ekki hafa tök á því að senda rafræna reikninga beint úr eigin bókhalds- og sölukerfum bendum við á skúffuna þar sem senda má reikninga sendanda að kostnaðarlausu.

Innihald reikninga

Reikning skal stíla á kennitölu og nafn fyrirtækis auk þess sem nafn kostnaðarstaðar skal koma fram með skýrum hætti. Eftirfarandi kennitölur eru gildar ásamt tilheyrandi kostnaðarstöðum

 • Eir hjúkrunarheimili kt: 710890 – 2269, Hlíðarhúsum 7
  • Eir 1. Hæð
  • Eir 2. Hæð A hús
  • Eir 3. Hæð A hús
  • Eir 4. Hæð A hús
  • Eir B-hús
  • Eirarholt
  • Eldhús
  • Eirhamrar – heimaþjónusta
  • Eirborgir – heimaþjónusta
  • Læknar
  • Iðjuþjálfun
  • Sjúkraþjálfun
  • Dagdeild – Óðinshús og Borgarsel
  • Dagdeild – Eirhamrar
  • Verkstæði
 • Skjól hjúkrunarheimili kt: 440685 – 0569, Kleppsvegi 64 og Laugaskjól Laugarásvegi 66
  • Skjól 1. Hæð
  • Skjól 2. Hæð
  • Skjól 3. Hæð
  • Skjól 4. Hæð
  • Skjól 5. Hæð
  • Skjól 6. Hæð
  • Laugaskjól
 • Hamrar hjúkrunarheimili kt: 690413 – 0780
 • Eir – öryggisíbúðir ehf kt: 550512 – 0760
  • Eirhamrar, Hlaðhömrum 2
  • Eirborgir, Fróðengi 1-11
  • Eirarhús, Hlíðarhúsum 3 – 5

Ennfremur skal koma fram á reikningi:

 • Nafn þess sem pantar
 • Verkefni (uppgefið af kaupanda)
 • Tímaskýrslur skulu fylgja í viðhengi með þegar um aðkeypta vinnu er að ræða
 • Önnur fylgiskjöl í viðhengi

Í hverri línu reiknings skal koma fram (ekki nóg að komi aðeins fram á fylgiskjölum)

 • Einingaverð
 • Fjöldi eininga/tíma
 • Skýring: Heiti vöru/lýsing á vinnu/verkefni sem unnið er

Greiðslufrestur og greiðslumáti

Gjaldfrestur er 14 dagar frá útgáfu reiknings. Almennt skal útgáfudagur vera sami dagur og reikningur er sendur inn. Skila þarf upplýsingum um bankareikninga ef óskað er eftir millifærslu.

Ef reikningur ber ekki með sér nægjanlegar upplýsingar til að meta hvert skuli senda hann í rafræna uppáskrift eða svo hægt sé að staðfesta réttmæti hans gilda ekki fyrirheit um greiðslufrest.

Leiðréttingar, kreditreikningar og endurgreiðslur

Ef leiðrétta þarf reikning skal senda kreditreiking og nýjan leiðréttan reikning. Ekki skal senda nýjan reikning fyrir mismun.

Fyrirspurnum er varða reikninga skal beina til bokhald@eir.is