Sjúkraþjálfun á heimilunum hefur það að markmiði að veita íbúum heimilisins tækifæri að stunda markvissa þjálfun, til þess að viðhalda virkni og færni íbúa, minnka verki og draga úr byltum. Auk endurhæfingar vegna meiðsla og veikinda eftir því sem við á. Regluleg hreyfing og önnur meðferð sem er í boði á vegum sjúkraþjálfunar getur einnig aukið vellíðan íbúanna.
Boðið er upp á einstaklingsþjálfun sem og hópþjálfun þar sem hverjum og einum er mætt þar sem hann er staddur og æfingar miða að því að auka styrk, þol og jafnvægi. Starfsemin fer ýmist fram í sal sjúkraþjálfunar, á deildum íbúa eða utanhúss þegar verður leyfir. Þetta geta verið hópæfingar (stólaleikfimi) á deildum, þjálfun í tækjasal, einstaklingsþjálfun á herbergi íbúa, kreppuvarnir, heitir bakstrar og gönguæfingar.
Sjúkra – og Iðjuþjálfar heimilanna sjá einnig um hjálpartækjamál, m.a. að útvega gönguhjálpartæki og meta þörf fyrir hjólastóla og sessur í þá.