Tekið var vel á móti Þorranum á Bóndadegi, hann boðinn velkominn að ganga í garð með alvöru Þorrablóti. Í hádeginu var boðið uppá þorramat og svo var að sjálfsögðu ball á eftir. Hljómsveitin Hafrót lék fyrir dansi við mikinn fögnuð íbúa og starfsmanna.
Það var vel yfir hundrað íbúar sem mættu og gæddu sér á hákarli og margir tóku sporin. Við þökkum fyrir góða mætingu íbúa, aðstandenda og starfsmanna. Einnig þökkum við Hafrót fyrir að koma og spila fyrir okkur.