Þorrinn á Eir er alltaf skemmtilegur tími og bóndadeginum fagnað. Húsið er skreytt og haldnir Þorratónleikar og skemmtanir.

Íbúar og starfsmenn blótuðu saman þorra  og gerðu góð skil af hefðbundnum íslenskan mat, súr, reyktur og/eða saltaður, rennt niður með góðum veigum.

Svo var þorraball á eftir þar sem hljómsveitin Hafrót koma og hélt uppi stuðinu og var mætingin mjög góð. Margir dönsuðu og dilluðu sér við taktinn.

Myndirnar tala sínu máli.