Dóra Ólafsdóttir íbúi Skjóls hjúkrunarheimilis er 108 ára í dag og um leið elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahrepp. Það er okkur mikill heiður að hafa hana Dóru hjá okkur enda afar skemmtileg og hress.
Við óskum Dóru okkar innilega til hamingju með daginn! Njóttu dagsins og haltu áfram að vera frábær! 🙂
Hér er hlekkur á skemmtilegt viðtal sem mbl.is tók við hana í tilefni af afmæli hennar: hlekkur.
mynd fengin af mbl.is.