Search

Tilkynning til aðstandenda vegna sóttvarnaaðgerða

Reykjavík 06.05.2020

Tilkynning til aðstandenda

Í samráði við sóttvarnalækni og smitsjúkdómalækna Landspítala hefur verið ákveðið að draga úr sóttvarnaaðgerðum á Eir í áföngum.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var einstaklingur á endurhæfingardeild heimilisins sendur á Landspítala vegna gruns um covid-19 smit.

Við nánari skoðun hefur fyrra sýnið sem tekið var og reyndist vægt jákvætt að öllum líkindum sýnt fram á veiklaðar veirur eða veirubrot. Það gefur til kynna að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið kominn yfir covid-19 sjúkdóminn fyrir komu á Eir og þar af leiðandi ekki verið smitandi.

Til að gæta ítrustu varúðar verður endurhæfingardeild heimilisins í áframhaldandi sóttkví til og með 13. maí nk. Aðrar heimilisdeildir verða opnaðar fyrir heimsóknir eins og áður stóð til frá mánudeginum 11. maí.

Að hálfu Eirar telst smitrakningin að fullu upplýst.
Upplýsingar verða veittar til aðstandanda heimilsins um útfærslu á heimsóknum og eru starfsmenn og íbúar Eirar fullir tilhlökkunar að koma starfsemi heimilisins í eðlilegt horf.

Stjórnendur Eirar

Deila

Meira

Gjöf frá Kvenfélaginu í Kjós

Þriðjudaginn 29. apríl komu konur úr Kvenfélaginu í Kjós færandi hendi á Eir og Hamrar. Þær gáfu göngubretti í sjúkraþjálfunina á Eir og æfingahjól í

Gjöf til endurhæfingar Eirar

Við hjá Eir endurhæfingu fengum á dögunum afhenta þessa fallegu gjöf frá Gunnþóri Þ. Ingasyni. Með gjöfinni vildi hann koma á framfæri þakklæti fyrir frábæra