Search

Tilslakanir á samkomutakmörkunum

25. maí 2021

Kæru aðstandendur,

Núna hafa orðið verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum og grímuskyldu í samfélaginu. Enn eru þó heimsóknartakmarkanir á heimilunum því ekki allir starfsmenn hafa fengið seinni bólusetninguna. Á áætlun er að aflétta öllum heimsóknartakmörkunum þann 1. júní næstkomandi. Þangað til gildir eftirfarandi:

  • Heimsóknartími er á milli 15:00 og 18:00 á virkum dögum
  • Heimsóknartími er á milli 13:00 og 18:00 um helgar
  • Helst ekki fleiri en tveir gestir í einu í heimsókn. Hver íbúi má þó fá fleiri en eina heimsókn innan heimsóknartímans og heimsóknin fer fram í vistarveru íbúans.
  • EKKI er heimilt að dvelja í sameiginlegum rýmum á meðan á heimsókn stendur.
  • Gestir eru beðnir um að gæta hófsemi, sér í lagi þegar um ræðir tvíbýli.
  • Gestir eru beðnir að gæta að 2ja metra reglunni og forðast beina snertingu við íbúa.
  • Gestir eru beðnir um að spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og fyrir og eftir snertingu við sameiginlega fleti, s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.fl..
  • Að sjálfsögðu er heimilt að bjóða ástvinum út, í bíltúra og/eða heimsóknir. Gæta þarf að fjöldatakmörkum samfélagsins.
  • Líkt og áður, biðlum við til gesta að mæta ekki hafi þeir einhver einkenni og/eða eru í sóttkví eða einangrun.

 

GRÍMUSKYLDA:

  • Grímuskylda gesta hefur verið aflétt – óbólusettir gestir eru þó hvattir til að nota áfram grímur, sér í lagi á sameiginlegum svæðum.
  • Þeir starfsmenn sem hafa ekki þegið eða ekki getað fengið bólusetningu munu áfram nota grímu við vinnu sína á heimilinu enda starf sem krefst mikillar nándar við íbúa og samstarfsfólk.

 

Áfram viðhöldum við að sjálfsögðu góðum sóttvörnum – sinnum vönduðum handþvotti og þrifum ásamt því að sótthreinsa snertifleti reglulega.  Við – og þið!

 

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um