Iðjuþjálfun og félagsstarf fóru með nokkra heimilismenn á Kjarvalsstaði til að sjá tónleika með Ragnheiði Gröndal og manni hennar Guðmundi Péturssyni gítarleikara. Flutt voru falleg lög af nýjum diski Ragnheiðar ásamt laginu Ást sem hún gerði svo vinsælt árið 2003, nokkrir tóku undir með því lagi. Þessir tónleikar voru þeir fyrstu í tónleikaröðinni: Töframáttur tónlistar sem Gunnar Kvaran sellóleikari er listrænn stjórnandi af og verkefnisstjóri er Brynhildur Auðbjargardóttir.