Tónleikar verða haldnir á Torginu miðvikudaginn 15. ágúst kl 14:00

Við fáum í heimsókn til okkar Dúóið Ýr og Agga sem samanstendur af flautuleikaranum Kristínu Ýri Jónsdóttur og fiðluleikaranum Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur. Fyrr í sumar hlutu þær styrk úr samfélagssjóði Eflu verkfræðistofu til að fara á hjúkrunarheimili og flytja tónlist sem allir ættu að kannast við og hafa gaman af.

Allir velkomnir