Svanhildur Jakobsdóttir og félagar komu og héldu tónleika á Eir við mikla hrifningu íbúa, aðstandenda og starfsmanna. Góð stemmning myndaðist í salnum þegar hún tók lagið „Segðu ekki nei“ og fleiri gamla góða slagara. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og vonum að þau komi sem fyrst aftur.