Í norrænni goðafræði segir frá gyðju sem sat á fjallinu Lyfjabergi þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Þessi gyðja hét Eir.
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir, sambýli, heimilisdeildir auk mikilvægrar starfsemi á endurhæfingardeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar.
Í tengslum við Eir eru reknar tæplega 200 öryggisíbúðir á tveimur stöðum í Grafarvogi, Eirarhúsum og Eirborgum og einum stað í Mosfellsbæ á Eirhömrum. Einstaklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúð eiga það sameiginlegt að vilja tryggja öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem, til staðar er fagþjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni. Með þessu er leitast við að gera aðilum kleift að búa á sínu heimili sem allra lengst.
Eir hjúkrunarheimili og Hamrar hjúkrunarheimili eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV). SFV voru stofnuð þann 24. apríl 2002 og eru flest aðildarfélög samtakanna fyrirtæki sem eru ekki ríkisfyrirtæki og starfa við velferðarþjónustu samkvæmt þjónustusamningi eða öðrum tengdum greiðslum frá ríkinu.
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Félagsþjónusta eldri borgara í Mosfellsbæ
Færni- og heilsumatsnefndir
Ísland.is - Upplýsinga- og þjónustuveita stjórnvalda
Korpúlfar, samtök eldri borgara í Grafarvogi
Landlæknisembættið
Landssamband eldri borgara
Lög um málefni aldraðra
Miðgarður - Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjarlarness
Mosfellsbær
Reykjavíkurborg
Ríkiskattstjóri
Sjúkratryggingar Íslands
Tryggingastofnun
Eir hjúkrunarheimili
Skjól hjúkrunarheimili
Hamrar hjúkrunarheimili
© Höfundaréttur 2023 - Eir hjúkrunarheimili - Allur réttur áskilinn.