Mannauðsstefna er leiðarljós fyrir stjórnendur og starfsfólk. Öll starfsemi heimilanna grundvallast á þjónustu við íbúa hvort sem þeir búa á hjúkrunarheimilinu eða í öryggisíbúðum
Jafnréttisáætlunin er í samræmi við ákvæði laga, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Lögunum er ætlað að tryggja jöfn tækifæri og kjör starfsmanna af báðum kynjum og að allir starfsmenn fái notið sín
Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og annað ofbeldi er ekki liðið innan heimilanna. Meðvirkni í einelti, kynferðislegri áreitni eða öðru ofbeldi er einnig fordæmd.
Launastefna heimilanna tekur til allra starfsmanna stofnananna og skal tryggja að greidd laun séu í samræmi við gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga og aðrar kröfur sem tengjast launum starfsmanna.
Markmið jafnlaunastefnu Eirar hjúkrunarheimilis er að allir starfsmenn heimilisins njóti jafna launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar hjá stofnuninni.
Heimilin leggur metnað í að tryggja trúnað og vernd þeirra persónuupplýsinga sem heimilin þurfa að afla og vinna með í tengslum við starfsemi sína, þ.á.m. upplýsingar um starfsfólk
Skráðir einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar og persónugreinanleg gögn sem um þá finnast hjá heimilunum