Jafnlaunastefna Eirar, Skjóls og Hamra
Jafnlaunastefna, sem jafnframt er launastefna tekur til alls starfsfólks Eirar, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila og tengdra félaga.
Laun eru greidd eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem gerðar eru til starfa óháð kyni. Forsendur launaákvarðana eru teknar í samræmi við ferli launaákvarðana í jafnlaunakerfi, eru í samræmi við kjara- og stofnanasamninga, byggðar á gögnum til rökstuðnings og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf með tilliti til menntunar, hæfni og ábyrgðar.
Forstjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi Eirar, Skjóls og Hamra og framkvæmdastjóri mannauðssviðs er ábyrgur fyrir viðhaldi jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST 85:2012 staðalinn.
Markmið
Að allt starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Jafnframt að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Viðbrögð
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu skuldbinda Eir, Skjól og Hamrar sig til að:
- Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunastjórnunarkerfi í samræmi við kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og öðlast jafnlaunavottun í samræmi við lög nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
- Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega.
- Bregðast við ef kröfur jafnlaunastaðals eru ekki uppfylltar s.s. óútskýrðan kynbundinn launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Framkvæma árlega rýni stjórnenda þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og rýnd.
- Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta árlega að farið sé eftir þeim.
- Kynna jafnlaunastefnu sína fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega á vefsíðu heimilanna.