Launastefna Eirar, Hamra og Skjóls hjúkrunarheimila
Forstjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs bera heildarábyrgð á launastefnu stofnananna. Þeir eru jafnframt ábyrgir jafnlaunastefnu heimilanna og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs er fulltrúi forstjóra í að framfylgja launa- og jafnlaunastefnu stofnananna.
Launastefna heimilanna tekur til allra starfsmanna stofnananna og skal tryggja að greidd laun séu í samræmi við gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga og aðrar kröfur sem tengjast launum starfsmanna. Mannauðsstjóri er verkefnastjóri jafnlaunakerfisins og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um. Hann sér einnig um innleiðingu á jafnlaunakerfinu sem og rýni, viðhaldi og stöðugum úrbótum á því ásamt mannauðsráðgjafa.
Stofnanirnar greiða laun í samræmi við gildandi kjarasamninga og stofnanasamninga. Launagreiðslur og launaröðun tekur mið af þeim kröfum sem gerðar eru varðandi menntun, hæfni og ábyrgð.
Forstjóri ásamt framkvæmdastjóra fjármálasviðs bera ábyrgð á öllum launatengdum ákvörðunum og gæta þess að samræmis sé gætt við alla ákvörðunartöku og tryggir að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf.
Launaákvarðanir skulu byggðar á málefnalegum forsendum í samræmi við fyrirliggjandi starfslýsingar. Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf. Í starfslýsingum koma fram allir meginþættir starfs og þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Launaákvarðanir eru skjalfestar, rökstuddar, rekjanlegar og undirritaðar af ábyrgðaraðilum.
Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Telji starfsmaður sig ekki vera rétt raðaðan í launum getur viðkomandi óskað eftir því við mannauðsdeild að laun verði rýnd á grunni gildandi kjara- og stofnanasamninga og gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis Eirar/Hamra/Skjóls og ákvæða laga nr. 150/2020 og annarra laga er snúa að jafnri stöðu kynja.
Launastefna þessi samræmist starfsmannastefnu heimilanna og er jafnlaunastefna heimilanna órjúfanlegur hluti af launastefnu stofnunarinnar.
Endurskoðuð og samþykkt af framkvæmdaráði með rafrænum skilríkjum stjórnenda í mars 2023