Search

Undirbúningur bólusetningar

Í miðjum jólaundirbúningi hafa þær góðu fréttir borist að von sé á bóluefni til landsins vegna Covid 19. Íbúar hjúkrunarheimila eru í forgangshópi og samkvæmt þeirri áætlun sem gerð hefur verið verða íbúar Skjóls bólusettir öðru hvoru megin við áramótin 2020-2021. Þessi tímasetning er háð því að ekkert fari úrskeiðis við afhendingu bóluefnis til landsins og afgreiðslu þess. Eins og mörgum er kunnugt um þarf að bólusetja hvern og einn tvisvar og verður síðari bólusetningin 19-23 dögum eftir fyrri bólusetningu. Aðstandendur fá nánari upplýsingar um tilhögun sendar í tölvupósti.

Á sama tíma og íbúar og aðstandendur halda jólin hátíðleg við mjög óvenjulegar aðstæður er gleðiefni að hylli undir komu bóluefnis. Við sjáum fram á bjartari tíma á árinu 2021.

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta

EIR endurhæfing

Á Eir hefur verið starfandi brota-endurhæfingardeild fyrir aldraða um langt skeið með góðum árangri. Svo góðum árangri reyndar að haustið 2022 stækkuðum við deildina um