14. september 2020
Kæru aðstandendur,
Samráðshópur á vegum Landlæknis býr til samræmdar leiðbeiningar fyrir hjúkrunarheimili og dagdvalir á Íslandi sem breytast í takt við leiðbeiningar Almannavarna til almennings á hverjum tíma en taka einnig mið að því að um er að ræða leiðbeiningar fyrir viðkvæma hópa.
Smit í samfélaginu hafa verið fá undanfarið en mikilvægt er að hafa í huga að baráttan gegn COVID-19 er ekki unnin og smitum geti fjölgað mjög hratt á mjög stuttum tíma eins og reynslan hefur kennt okkur.
Frá og með 14. september 2020 taka í gildi nýjar reglur!
Að þessu sinni hefur verið ákveðið að takmarka þann fjölda sem kemur inn á heimilin á hverjum tíma á þann hátt að aðeins mega tveir aðstandendur heimsækja hvern íbúa í einni heimsókn á degi hverjum.
Heimsóknarreglur eru:
- Tveir aðstandendur mega heimsækja hvern íbúa hverju sinni. Barn má vera annar aðilinn af þessum tveimur.
- Biðlað er til aðstandenda að skipuleggja heimsóknir sín á milli svo ástvinur þeirra fái ekki fleiri en eina heimsókn daglega.
- Áfram þarf að skrá komu sína í hvert sinn.
- Heimsóknargestir eru beðnir um að gæta ítrasta hreinlætis og spritta hendur sínar í upphafi heimsóknar og í hvert sinn sem hann þarf að snerta sameiginlega fleti.
- Heimsóknargestir fara stystu leið beint inn á herbergi íbúans eins og kostur er.
- Gestir eru beðnir að gæta að 1 metra nándarmörkunum og forðast beina snertingu við íbúa.
- Að lokum eru heimsóknargestir beðnir um að fara stystu leiðina út og snerta sem minnst sameiginlega snertifleti.
- Undir sérstökum kringumstæðum er hægt að veita undanþágu frá þessum reglum og er það deildarstjóri eða hjúkrunarfræðingur á vakt sem tekur slíkar ákvarðanir.
Íbúi getur farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum, s.s. læknisheimsóknir og heimsókn til náins ættingja. Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfögnuði og forðist með öllu verslunarferðir og heimsóknir þar sem fleiri en 10 koma saman.
Aðstandendur eru hvattir til að hlaða niður smitrakningar-appi almannavarna.
**ATHUGIÐ að sem fyrr mega gestir ekki koma í heimsókn ef þeir;
a. eru í sóttkví
b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
c. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
d. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
Þessar reglur taka gildi, 14. september 2020
**ATHUGIÐ: Þessar reglur verða endurskoðaðar eftir þörfum og eru því birtar með fyrirvara um breytingar.
Með kærri kveðju.
