Víða um heim var haldið uppá dag elskenda þann 14. febrúar sem við túlkum sem dag ástvina og dag til að minna okkur á að elska lífið og okkur sjálf.
Af því tilefni hélt Karlakórinn Stefnir tónleika á Eir við mikinn fögnuð elskenda og ástvina. Við þökkum Stefni kærlega fyrir komuna og öðrum sem lögðu leið sína til okkar.