Search

Við komumst í gegnum þetta í sameiningu!

08. október 2020

Kæru aðstandendur

Nú fara í hönd erfiðir tímar fyrir okkur öll því það er aðeins með sameiginlegu átaki sem okkur mun takast að hægja á og vonandi stöðva útbreiðslu veirunnar.

Veiran virðist fara á ógnarhraða inn í alla afkima samfélagsins og spyr hvorki um stétt né stöðu. Margir virðast tiltölulega einkennalitlir og jafnvel einkennalausir og því er hættan á dreifingu svo mikil.

Íbúarnir eru auðvitað orðnir þreyttir á ástandinu, eins og við öll hin, en við gerum okkar besta til að vera með góðar samverustundir og láta öllum líða vel. Við ætlum ekki að LOKA heimilunum en höfum takmarkað verulega heimsóknartíma. Við viljum samt biðja ykkur að koma ekki í heimsókn næstu tvær vikurnar nema brýna nauðsyn beri til. Bendum frekar á síma og aðrar rafrænar leiðir til að halda samskiptum.

Saman verndum við okkar veikustu borgara og saman komumst við í gegnum þetta.

Kærar kveðjur,

Skjól og Laugaskjól

Deila

Meira

Geta eytt meiri tíma með íbúum

Hjúkr­un­ar­heim­il­in Eir, Skjól og Hamr­ar hafa und­ir­ritað samn­ing við heil­brigðis­tæknifyr­ir­tækið Hel­ix um inn­leiðingu á lausn­un­um Iðunni og Lyfja­vaka. Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að lausn­irn­ar muni bæta