Við héldum vorgönguna okkar sem er orðin árleg nú, íð síðustu viku. Við hittumst í anddyrinu og gengum einn hring í kringum húsið. Nokkrir fóru aðeins lengri leið. Þar sem var yndislegt veður í garðinum okkar þá settumst við þar niður að lokinni göngu, fengum okkur sólberjasaft og súkkulaði, spjölluðum saman og tókum lagið.