Prenta síðu

VIRÐING

Þekking leiðir af sér virðingu, virðing leiðir af sér verðmæti og virðing er verkefni heillrar ævi


Virða sjálfræði einstaklingsins

  • Efla hann til ákvarðanatöku
  • Bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum
  • Víðsýni, ekki útiloka og dæma fyrirfram


Bera umhyggju fyrir velferð einstaklingsins 

  • Vera hvetjandi og styðjandi
  • Vera leiðbeinandi
  • Veita umhyggju


 Læra að sjá og skilja

  • Sjá hvað gerir fólk fallegt, lifandi og áhugavert
  • Gefa sér tíma og temja sér þolinmæði
  • Skoða hvert viðfangsefni / atvik út frá öllum hliðum og læra að fást við það

VELLÍÐAN

Jákvæð hugsun er undirstaða vellíðunar
HUGSUN – LÍÐAN – HEGÐUN


Stuðla að öryggi einstaklings 

  • Heimilið sé það skjól sem einstaklingurinn þarf
  • Einstaklingnum líði sem best og hann fái notið sín bæði sem einstaklingur og sem hluti af heildinni
  • Vera til staðar þegar erfiðleikar steðja að


Stuðla að góðum samskiptum 

  • Vera heiðarlegur, hvetjandi og jákvæður
  • Efla traust og hafa samráð
  • Hlusta, heyra, spyrja og leita lausna


Vera umburðarlyndur og veita umhyggju

  • Vera vakandi fyrir líðan annarra, veita hlýju og styrk
  • Vinna út frá því jákvæða
  • Stuðla að slökun

VIRKNI

Að vera þátttakandi í lífinu


Viðhalda færni einstaklingsins 

  • Nýta krafta hans
  • Vera hvetjandi, skapandi og hafa frumkvæði
  • Fjölbreitt verkefni, leikur, sköpun og auðveldun


Viðhalda andlegri færni 

  • Stuðla að samskiptum, vera hvetjandi
  • Vera vakandi fyrir hvað gleður; sjón, heyrn, tal eða eitthvað annað
  • Þekkja æviferil


Þátttaka í starfi deildarinnar 

  • Nýta færni viðkomandi
  • Allir hjálpist að
  • Virkja frumkvæði og hrósa